EN

Víðar, fljótari, nákvæmari

drone with GPRJarðarGreining verkefni stefnir að þróa hátækniaðferð (jarðratsjámæli) til að rannsaka og meta eðlis- og byggingareiginleika viðfangsefnis og láta hann ósnortinn. Þjónustan sem boðið verður uppá mun verða fjölbreytt: allt frá greiningum á þökum húsa til lagna- og kapalgreiningar, frá staðfræði- og botnmælingum til forgreiningar fyrir fornleifauppgröft og náttúruvámat.

Í dag er þessum málum enn að mestu sinnt á hefðbundinn hátt með flutningi tækja á staðinn og sýnatöku, mælingu og sjónrænu mati. Þessar mælingar krefjast margra vinnustunda og geta verið líkamlega krefjandi (t.d. fyrir skoðun á þaki þarf að setja upp vinnupalla af öryggisástæðum) og geta kallað á verulegar raskanir á umhverfinu (grafa til að finna staðsetningu lagna eða grafa upp fornleifar ).

Drónatæknin fleygir hratt fram og gerir okkur kleift að komast inn á afskekkt og hættuleg svæði og getur virkar sem færanlegt mælitæki. Fræðigreinar sýna að umhverfis- og mannvirkjamat getur haft mikinn hag af slíkum hálfsjálfvirkum ómönnuðum mælitækjum með því að fækka vinnustundum, lágmarka áhættu og auðvelda umfangsmiklar og nákvæmar mælingar.

Þjónustan mun gagnast bæði einstæklingar og sveitarfélög og við munu leiða rannsóknarverkefni í samstarfi við stofnanir sem meðhöndla loftlagsmál og forvarnir vegna náttúruhamfara.